Digifort myndavélakerfi
Digifort er eitt al-öflugasta eftirlitskerfi myndavéla sem völ er á.
Digifort býðst í fjórum grunngerðum:
- Explorer
- Standard
- Professional
- Enterprise
Explorer er einfaldasta útgáfan frá Digifort. Hún er ætluð heimilum og smærri fyrirtækjum, sem ekki þurfa á flóknum stillingum og möguleikum.
Þessi útgáfa er fyrir allt að 16 myndavélar og fjóra notenda- aðganga.
Standard útgáfan er fyrir allt að 32 myndavélar og 8 aðganga fyrir notendur og er ætluð smærri til meðalstórra fyrirtækja.
M.a. er boðið upp á stuðning við PTZ stýringu og fjareftirlit í gegnum farsíma.
Professional útgáfan er fyrir allt að 64 myndavélar og 16 notenda- aðganga, og er ætluð meðalstórum til stærri aðilum sem þurfa öflugt eftirlitskerfi.
Enterprise er toppútgáfan, með ótakmörkuðum fjölda netþjóna og myndavéla. Hér er um að ræða afar öflugt kerfi, sem á að ráða við flóknustu uppsetningar.
Hér má sjá samanburðatöflu útgáfna
Frelsi til að velja vélbúnað
Digifort hugbúnaður getur tengst þúsundum myndvélagerða frá öllum helstu framleiðendum öryggismyndavéla.
Notendur eru því ekki bundnir við eina gerð, ein framleiðanda eða einn söluaðila véla, heldur geta uppfært kerfin með því besta/hagstæðasta á hverjum tíma.
Digifort styður allar vélar sem notast við ONVIF staðalinn.
Listi yfir vélar sem eru samhæfðar Digifort hugbúnaði
Digifort stækkar með þér
Ef þörf krefur er lítið mál að stækka það kerfi sem notandi hefur valið. Ekki þarf að kaupa nýjan hugbúnaðarpakka, heldur er kerfið uppfært með leyfisgjöldum.
Stöðug þróun
Digifort leggur mikið upp úr vöruþróun, og að hugbúnaðurinn sé ávallt í fremstu röð og standist ítrustu kröfur sem gerðar eru.
Reglulegar uppfærslur tryggja að kerfin þjóni sínu hlutverki af því öryggi sem krafist er.