CCTV útskýrt í einföldu máli:

 Hér að neðan er listi af því sem þarf til myndavélaeftirlits, allt frá einni myndavél og yfir í öflugt eftirlitskerfi fyrir stærri fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Dome myndavélar

Myndavél TND TC C35KS
Dome myndavélar eru fastar myndavélar sem eru venjulegast festar á loft, þær stilltar og tengdar með netsnúru og straumgjafa. Með viðeigandi sviss sem sendir straum (POE, Power Over Ethernet) má sleppa straumgjafa sem getur einfaldað lagnir að myndavélinni, þar sem ekki þarf að leggja fyrir tengli, ef hann er ekki til staðar.
Dome myndavélar er einnig hægt að festa á veggi með tilheyrandi festingum.
Dome myndavélar eru valdar þar sem þær eru líklegri til að verða fyrir hnjaski, slegið í þær o.sv.frv., enda í sterkari húsum en t.d. bullet myndavélar.

Bullet myndavélar

Myndavél TND TC C34WS B
Bullet myndavélar eru fastar eins og dome vélar, og eru ætlaðar t.d. á veggi og súlur, og eru yfirleitt staðsettar hærra en dome myndavélar. Þær eru að öðru leyti alveg sambærilegar dome vélunum.
Þessar myndavélar er einnig hægt að festa í sérstakar veggfestingar.

PTZ myndavélar

Tiandy NH6232ISA G
PTZ myndavélar, eða Pan Tilt and Zoom eru myndavélar sem hægt er að snúa, velta og þysja inn og út myndinni.
Þær eru með allt að 44x optical aðdrætti.
Þessar vélar eru mest notaðar í virkri vöktun, þar sem eftirlitsmenn þurfa að geta stýrt þeim úr stjórnstöð eða í gegnum internet eða símaapp.
Þær henta líka þar sem fólk vill geta fylgst með stærri svæðum án þess að þörf sé á sérstakri vöktun, sem þýðir að ein vel staðsett PTZ myndavél getur komið í stað margra fastra.


Wifi myndavélar

WiFi Bullet 1
Það er ekki alls staðar einfalt að leggja tölvusnúrur að myndavélum, hugsanlega kostnaðarsamt eða óhentugt útlitslega séð.
Í þeim tilvikum gætu wifi myndavélar hentað betur.
Þær gera í raun það sama og vélar sem eru tengdar í gegnum tölvusnúrur.
Wifi tengdar vélar hafa þó sömu annmarka og fólk kannast við í þráðlausum tengingum, fjarlægð, fjölda veggja á milli tækja o.sv.frv.


Upptökutæki

Allar myndavélar frá Tiandy eru með rauf fyrir minniskort sem getur geymt upptökur.
Ekki þarf því sérstakan upptökubúnað, heldur getur minniskortið dugað ágætlega.
Séu vélarnar fleiri en ein mæla lest rök með því að þær verði tengdar upptökutækjum, sem virka eins og netþjónar.
Hægt er að streyma öllum myndavélum á einn skjá, skoða upptökur aftur í tímann, og eru með aðgengi af interneti, og því hægt að fjarvakta kerfið.


Svissar með og án POE

Fyrir myndavélakerfi eru í grunnin tvær gerðir af svissum, hefðbundnir eins og menn þekkja t.d. af heimilum og fyrirtækjum.
Hin gerðin er s.k. POE (Power Over Ethernet) svissar. 
Munurinn felst í því að POE svissar geta tengst tölvubúnaði og einnig sent rafmagn fyrir smátæki eins og myndavélar, og því ekki þörf á tengingu í rafmagnstengil.
Pronet býður mjög gott og breitt úrval af svissum.


Festingar/sökklar

Allar myndavélar frá Tiandy koma með festingum og eru tilbúnar á veggi eða loft.
Ef þörf er á sérstökum festingum vegna aðstæðna, t.d. ef þarf að tengja vélina við rafmagn úti við, bjóðum við upp á sérstaka fætur/sökkla.


Dæmigert myndavélakerfi

Hér er að neðan er hvað þarf í dæmigert myndavélakerfi, og er miðað við 4 myndavélar

4 myndavélar
- Myndavélarnar tengjast með tölvusnúru (cat) í sviss.
- Ef valinn sviss/upptökutæki er með s.k. POE port (Power Over Ethernet) fá myndavélarnar straum þaðan.
- Ef ekki er notaður POE sviss/upptökutæki þurfa myndavélarnar rafmagn í gegnum spennubreyti.

6 porta sviss með 4 POE portum
- Myndavélar tengjast í þennan sviss, og taka rafmagn frá honum.
- Svissinn tengist í síðan í upptökutæki.
- Sum upptökutæki Tiandy eru með innbyggðan PoE spennugjafa, og er því auka sviss óþarfur.

Upptökutæki
- Upptökutæki vistar streymi frá myndavélum, og þarf eina rás fyrir hverja myndavél.
- Til þess að nálgast efni eða streymi af vefnum, þarf að tengja tækið við beini (router)
- Við bjóðum upptökutæki með 5 rásum og allt upp í 80 rásir.
- 5 rása upptökutækin sem við bjóðum eru með 4 POE portum og 10 og 20 rása tækin með 8 POE portum og eru svissar því óþarfir upp að þessum fjölda myndavéla.
- Stærri kerfi en það þurfa sérstakan hugbúnað og sérstaka netþjóna.
- Vista þarf upptekið efni á hörðu diskum, og fer stærð þeirra etir því hveru margar myndavélar eru tengdar, og í hvaða gæðum upptakan er.
- Sólarhringsupptaka í 1080p upplausn, sem er FHD, í 25 römmum á sekúndu sem er venjulegur hraði á t.d. kvikmynd, í bestu gæðum, tekur 30 GB pláss á hörðum disk.
- Sólarhringsupptaka á 8mp vél, sami hraði og gæði, tekur um 120 GB.
- Dæmigert kerfi, t.d. með fjórum 5mp vélum, 15 römmum á sekúndu, í bestu gæðum, þarf um 175 GB pláss, sem þýðir að 4 TB diskur getur tekið upp efni í allt að þrjár vikur.
- Þegar geymslurýmd er náð, diskur fullur, er byrjað að taka yfir elsta efnið.

Annað
- Tengja þarf búnað saman með tölvusnúru (cat) Ein snúra í hverja myndavél, ein snúra frá sviss í upptökutæki og ein úr upptökutæki í beini.
- Ef ekki eru notaðar tilbúnar cat snúrur, heldur sérklippar í lengdir, þarf cat mola á hvern enda snúranna. Í dæminu að ofan þarf því 12 mola.
- Myndavélar koma með festingum, en ef aðstæður eru þannig að það kallar á aðra útfærslu, þá eigum við sérstaka fætur/sökkla.
- Séu lagnaleiðir frá myndavélum að sviss erfiðar er hægt að skoða hvort wifi myndavélar myndu henta betur.

Þjónustudeild okkar stillir saman búnað og setur upp öpp í síma fyrir þá viðskiptavini sem þess óska.
Kerfið er því tilbúið til notkunar um leið og búið er að setja það upp og tengja saman á staðnum.
Ef viðskiptavinir treysta sér ekki til að setja búnað upp, getum við séð um það, annað hvort í tímavinnu eða eftir tilboði.

Allar myndavélar frá Tiandy eru með rauf fyrir SD kort sem hægt er að vista streymi á.

Verð á búnaði er að finna á vörusíðum okkar.

 má sjá dæmi um Tiandy útimyndavél sem er staðsett í um 20 metra hæð og horfir yfir Rifshöfn 

 er önnur vél frá Tiandy sem horfir yfir höfnina á Arnastapa

 er  þriðja vélin, staðsett í Ólafsvík