Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að viðbrögð við covid-19 hefur haft veruleg áhrif samgöngur.
Þetta á sérstaklega við um flugsamgöngur til og frá Asíu.
Hluti af því er að minna framboð er af farmrými í almennu flugi, sem getur seinkað afgreiðslu vara frá framleiðendum.
Flest allir birgjar Pronet halda nú uppi eðlilegri framleiðslu og framboði, og ganga vöruinnkaup sinn vanagang að mestu leyti.
Hinsvegar getur Pronet ekki lofað að vara skili sér í hús á eðlilegum tíma, þar sem hugsanlegur dráttur í frakt er ófyrirsjáanlegur.
Minni framleiðsla undanfarin misseri hafði þó þau áhrif að einhverjar vörur voru ófáanlegar, og gætu slík vandamál hugsanlega komið upp í nálægri framtíð.
Stór hluti innkaupa Pronet undanfarna mánuði hefur gengið eðlilega fyrir sig, en í sumum tilvikum hefur afhending dregist í daga, og í nokkrum tilvikum, vikur.
Horfur eru þó að á því að þetta verði sífellt minna vandamál með auknu framboði í fraktflugi og færri lokunum vegna covid-19.
Það er þó enn vandamál í Kína þar sem enn er verið að loka heilu borgunum.
Þannig má gera ráð fyrir að ástandið vari eitthvað fram á árið 2022 .
Þeir sem huga að sérpöntunum ættu að hafa ofangreint í huga.