MONObox™ brunnar:
Carson brunnar eru heilsteyptir, afar léttir og getur einn maður auðveldlega komið þeim fyrir og stillt af.

Val er um nokkrar gerðir af lokum, steypufyllt, hefðbundin steypujárnslok og plastlok með gervigrasi.
Verðið á þessum brunnum er afar hagstætt.
carson

Carsons brunnar
Carson MonoBox bæklingur

 

Stakkabox™ Fortress brunnakerfi:

Þá bjóðum við upp á Fortress brunna, sem eins og nafnið gefur til kynna, eru mjög sterkir og vel hannaðir.
Brunnarnir eru "modular", þar sem einingum er staflað upp í þá hæð sem óskað er.
Hver eining er aðeins 150 mm á hæð, og hver eining í brunni er aldrei meira en 25 kg.
Þar sem hver eining er þetta létt, verður vinna við niðursetningu ákaflega einföld og á færi eins manns.
Hægt er að velja úr mörgum gerðum loka, úr járni, steypu og polyester (GRP)

fortress 1 2

Nánar um Fortress brunna
Fortress StakkaBox bæklingur

 

Cubis Multiduct lagnakerfi

Cubis Multiduct lagnakerfið er afar hagkvæm lausn á lögnum undir gatnamót, vegi, gangstíga o.sv.frv., þar sem eiga þarf lagnaleið til framtíðar, án þess að saga og grafa upp.
Enda er hægt að blinda, eða leggja að og í brunnakerfi. Með því er hægt að ganga að lagnaleið án tafar, án hönnunar, án lokana og án kostnaðar.


multiduct intergration 730x410
Multiduct
MULTIduct lagnakerfi

Railduct lagnakerfi
RAILduct lagnakerfi